þriðjudagur, september 7

Strákar strákar strákar, skrýtnar litlar verur, og stundum meira að segja ekki svo litlar.... Ég hefði alveg eins getað verið krækiber á Kaffibarnum á laugardaginn, svo mikið tók sálufélaginn minn eftir mér, jú hann heilsaði að vísu en alveg virtust tilraunir mínar um að dansa á hann mistakast. Þegar ég rétt ríghélt í smá von um að við værum að mynda e-ð sem líkist augnasambandi þá bara var hann að horfa á vinkonu mína, skemmtilegt það. Ef hann bara vissi....Æ þetta er bara svona way out of my league gaur og verður bara að hafa það, ég dáist úr fjarska, tek svona Cher pælinguna á þetta, I mean he does dress better then me, what would I bring into the relationship? p.s. gaurinn perfers blondes..átti aldrei sjéns...
Hmmm....merkilegt. Ætli strákar obsessi líka svona yfir okkur stelpunum, vonandi þá allavega mun mér líða betur. Það er klár hjónasvipur með okkur sko...ok róleg á sækó pakkanum, mér finnst hann bara svoldið merkilegur.
Að öðrum strákum, bólarinn búinn að have the talk þannig að já stelpur þið fáið loksins svör við spurningunum ykkar, æ am dúing djust fæn thank jú very much og svo engin fleiri comment um hjónasvipi takk fyrir, ég er búin að fá nóg. Hvað um það, það er víst fleira í þessu lífi en strákar....held ég...
.Nýji “karlmaðurinn” minn, Háskóli Íslands og nýja besta vinkona mín, Akademían, og Vala sem ég læri með. Þessi skóli er bara hreint ekki neitt grín, en ég mun massa þetta, veit ekki alveg hvernig en það mun gerast. Ég er allavega alveg að finnast gaman að vera komin í mitt langþráða nám, þó að ég dotti í tímum þá finnst mér þetta samt svaka skemmtilegt. Ég gæti meira að segja hugsað mér að fara bara á námslán og vera bara í skólanum, ég held að það væri mjög fínt, ég er svona að gæla við það eftir áramót..... Kennarinn minn, Sigurður Grétarsson er svoldið spes, en inni í honum leynist snillingur sem skín í gegn í háðslegum commentum, gaman af svona frekar lifandi kennurum, ólíkt stærðfræði gellunni, alveg þurrt og ekki nógu spennandi. Öllum finnst svo gaman að lesa um skólamálin mín...
Tók IKEA stíliseringu með Andra vini mínum á föstudaginn, ég var klárlega á heimavelli, en viti menn, ég missti mig ekki og keypti ekki neitt, merkilegt afrek þar. Ég komst samt að því að strákar ofur pæla hlutina líka og stíliserast, en útkoman er flott, reyndar nokkrir hlutir sem ég hefði viljað bæta við en það eru víst smámuna stelpu hlutir....einmitt það já.
Ljósanótt í Keflavík er nú ekki í frásögur færandi nema ég tók getnaðarvarna pakkann á þetta og var með Marel, litla bró en svo backfired þetta allt saman þegar ég fékk 1 árs frænda minn, Birki Frey, í fangið....þó engin sæðisþjófnaður hér á ferð og stendur ekki til, no worries.
Apóteks-Mojito pælingin var la la á laugardaginn, það var góð stemming en ekkert troðið af fólki....en mjög góð tónlist enda er DJ gaurinn minn snillingur!!
La vita est belle, ekki allir sammála?
Torfi bróðir á afmæli í dag, ég þarf að fara að plata hann í heimsókn til pabba aftur...
Nammi namm,miso súpa, er að spá í að skella í mig nokkrum sushi bitum
Sayonara J

Engin ummæli: